Ljóðstafur og Óvera

21.01.2016 - 11:31
Mynd með færslu
 Mynd: hverfisgalleri.is - Sigga Björg  -  hverfisgalleri.is
Skrímsli, Dægradvöl, hjálmar, skór og gönguferðir og nýverðlaunuð ljóð. Þetta og fleira í Víðsjá á Rás 1 klukkan 17:03 í dag.

Í Víðsjá í dag verður farið í heimsókn í Hverfisgallerí þar sem myndlistarkonan Sigga Björg sýnir ný verk á sýningu sem hún kallar Óvera. Ljóðstafur Jóns úr Vör verður afhentur við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi í dag og nýr handhafi stafsins heimsækir Víðsjá í dag.

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur verður tekinn tali um sjálfsævisögu Benedikts Gröndal Dægradvöl, en hún er bók vikunnar að þessu sinni á Rás 1. Sigurbjörg Þrastardóttir fjallar í pistli um mann með hjálm og umræðuna um starfslaun listamanna.

Einnig verður rifjað upp ferðalag sem þýski kvikmyndaleikstjórinn Werner Herzog fór í á áttunda áratugnum þegar hann gekk frá München í Þýskalandi til Parísar í Frakklandi til þess að lengja líf aldraðrar vinkonu sinnar, Lotte Eisner. 

Mynd með færslu
Guðni Tómasson
dagskrárgerðarmaður
Víðsjá
Þessi þáttur er í hlaðvarpi