Liverpool marði jafntefli í bikarnum

09.01.2016 - 02:22
epa05047790 Liverpools James Milner (unseen) scores from the penalty spot to put Liverpool one up and then celebrates with his teamates during the English Premier League soccer match between Liverpool and  Swansea, Britain, 29 November 2015.  EPA/Peter
 Mynd: EPA
Liverpool slapp með skrekkinn í 3. umferð enska bikarsins í gærkvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn D-deildarliði Exeter. Leikmenn Liverpool jöfnuðu tvívegis leikinn og þurfa liðin að mætast að nýju.

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, stillti upp varaliði sínu fyrir utan að framherjinn Christian Benteke var í byrjunarliðinu.

Tom Nicholls kom Exeter yfir á 9. mínútur en aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Jerome Sinclair metin. Heimamenn náðu aftur forystunni undir lok fyrri hálfleik með marki Lee Holmes beint úr aukaspyrnu. Brad Smith jafnaði enn á ný metin fyrir Liverpool þegar um 17 mínútur voru eftir af leiknum og þar við sat.

Liðin þurfa að mætast að nýju og þá verður leikið á Anfield Road í Liverpool.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður