Listin að eldast vel

19.02.2016 - 15:17
Hvernig má auka lífsgæðin og koma með meiri gleði, ásættanleika og jákvæðara viðhorf til lífsins?

Listin að eldast vel eru ný námskeið með Guðrúnu Bergmann og hún segir að það sé í okkar höndum að vera með gott hugarfar.  "Við þurfum að hreyfa okkur og borða hollan mat ".  

Sjálf segist hún stunda jóga en aðallega séu það göngutúrarnir sem haldi henni í góðu formi. " Og ég vil helst ganga húfulaus, leyfa vindinum að leika um höfuðið, það er svo hreinsandi". Segir Guðrún Bergmann sem hefur frá árinu 1990 haldið mannbætandi námskeið fyrir Íslendinga og er hvergi nærri hætt.

Guðrún kom í Mannlega þáttinn í dag.

Mynd með færslu
Guðrún Gunnarsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Mannlegi þátturinn
Þessi þáttur er í hlaðvarpi