Listaverkin liggja undir skemmdum

03.02.2016 - 23:00
Erlent · Belgía · Evrópa · Myndlist · Menning
Ómetanleg listaverk Konunglega listasafnsins í Belgíu liggja undir skemmdum vegna raka. Þak listasafnsins lekur og rakaskemmdir eru á veggjum og lofti safnsins.

 

Á víð og dreif um safnið hefur verið komið fyrir vatnsfötum, og gætu sumir haldið að um frammúrstefnulegt nútímalistaverk væri að ræða. Svo er þó ekki, heldur eru föturnar til að grípa vatnsdropa sem leka látlaust niður úr loftinu. Fjölmörg verðmæt listaverk hafa verið sveipuð plasti til að verja þau vatnsskemmdum. Þá hefur þurft að fjarlægja sum verkin með reglulegu millibili undanfarna mánuði.

 

Mynd með færslu
Alma Ómarsdóttir
Fréttastofa RÚV