Listasafnið viðurkennt samkvæmt safnalögum

Innlent
 · 
Myndlist
 · 
Norðurland
 · 
Mannlíf
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV  -  Björgvin Kolbeinsson

Listasafnið viðurkennt samkvæmt safnalögum

Innlent
 · 
Myndlist
 · 
Norðurland
 · 
Mannlíf
 · 
Menningarefni
10.01.2016 - 22:03.Ágúst Ólafsson
Talsverðar breytingar verða á starfsemi Listasafnsins á Akureyri, í kjölfar þess safnið er nú orðið viðurkennt safn samkvæmt safnalögum. Nákvæmari skráning verka, varðveisla, rannsóknir og fræðsla eru á meðal verkefna sem skylt verður að sinna þar framvegis.

Skömmu fyrir áramót var ákveðið að Listasafnið á Akureyri yrði fært í hóp viðurkenndra safna og ber því nú að starfa samkvæmt safnalögum og undir eftirliti Safnaráðs. Um leið og þetta eykur möguleika í starfsemi safnsins leggjast á það ýmsar skyldur.

Þarf að rannsaka, skrá og varðveita safneignina
Hlynur Hallsson, safnstjóri, segir nú þurfa meðal annars að halda vel utan um safneignina. ,,Við þurfum að rannsaka hana og skrá og birta, þannig að hún sé aðgengileg opinberlega." 

Yfir 600 verk til sýnis um allan bæ
Þá verða auknar kröfur varðandi geymslu og varðveislu verka og aðgengi að safninu. Þetta segir Hlynur allt verða uppfyllt, en vinna við miklar breytingar á húsnæði safnsins hefst á þessu ári. ,,Listasafnið á Akureyri á yfir 600 verk. Þau verk eru til sýnis nú þegar, en auðvitað um allan bæ. Þannig að safneignin er í raun og veru til sýnis, en auðvitað mismunandi aðgengileg," segir Hlynur.

Viljum hafa umgjörðina fullkomna
Breytt starfsemi eykur rekstrarkostnað safnsins, en um leið opnast nýjar tekjuleiðir í gegnum rekstrar- og verkefnastyrki hjá Safnaráði. ,,Þetta mun auðvitað kosta það að við viljum hafa umgjörðina fullkomna. En þannig á safn líka að vera. Ef við ætlum að bera virðingu frir verkunum sem safnið á, þá er þetta bara hluti af því," segir Hlynur Hallsson.