Lisa Hannigan á Bræðslunni í sumar

03.03.2017 - 10:20
Írska söngkonan Lisa Hannigan kemur fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði eystri í sumar. Þetta staðfesti Magni Ásgeirsson framkvæmdastjóri hátíðarinnar í viðtali við Poppland.

Hannigan er virt söngvaskáld í þjóðlagastefnunni en í upphafi ferils síns vakti hún athygli fyrir samstarf við Damien Rice á plötum eins og O og 9 en Rice kom einmitt fram á Bræðslunni árið 2008. Einnig koma fram á hátíðinni Todmoblie, Úlfur Úlfur, Hinemoa, Murr Murr og Síðan Skein Sól.

Þetta verður í 13. skiptið sem Bræðslan fer fram en áður hafa listamenn eins og Emiliana Torrini, Glen Hansard og Belle and Sebastian komið fram á hátíðinni. Rás 2 mun eins og undanfarin ár útvarpa beint frá hátíðinni.

Mynd með færslu
Vefritstjórn
Poppland
Þessi þáttur er í hlaðvarpi