Líkur á næturfrosti inn til landsins

14.09.2017 - 06:49
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV- Rúnar Snær Reynisson  -  Næturfrost
Norðanáttin hvassa fyrir austan gengur fljótlega niður og rofar einnig til þar. Annars hæg norðvestlæg átt og bjartviðri, en vestlægari og þykknar upp með kvöldinu, að því er fram kemur í veðurspá Veðurstofu Íslands.

Fremur hæg vestlæg átt og víða dálítil væta á morgun, en þurrt að kalla eystra. Fremur milt að deginum, en líkur á næturfrosti inn til landsins.

Um helgina er síðan spáð sunnanáttum með rigningu sunnan- og vestanlands og verulega hlýnandi veðri, einkum norðaustan til.

Dagný Hulda Erlendsdóttir