Lifun - Leikrit með heimildum

Leiklist
 · 
Útvarpsleikhús
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Lifun - Leikrit með heimildum

Leiklist
 · 
Útvarpsleikhús
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
01.11.2016 - 15:29.Þorgerður E. Sigurðardóttir.Útvarpsleikhús
Í nóvember frumflytur Útvarpsleikhúsið verkið Lifun eftir Jón Atla Jónasson sem fjallar um alræmdasta sakamál Íslandssögunnar; rannsóknina á hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssona. Í verkinu er upptökum, flestum frá þeim tíma er rannsókn málsins fór fram og viðtölum við þá sem tengdust málinu, blandað saman við leiktexta. Má því segja að um sé að ræða leikverk með heimildum.

 

Verkið fjallar um rannsókn sakamálsins og einblínir að miklu leyti á gæsluvarðhaldsvist sakborninga í málinu, harðræði í Síðumúlafangelsinu, áhrif einangrunarvistar og samskiptaleysi milli sakborninga og verjenda þeirra í málinu sem er fáheyrt í vestrænum lýðræðisríkjum.

Verkið er í fjórum þáttum sem fluttir verða laugardagana 5., 12., 19., og 26. nóvember kl 14 - að sjálfsögðu á Rás 1. 

Leikstjóri: Stefán Hallur Stefánsson

Tónlist: Elvar Geir Sævarsson og Kristján Sigmundur Einarsson.

Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson.

Persónur og leikendur

Sævar: Atli Rafn Sigurðarson

Erla: Vigdís Hrefna Pálsdóttir

Eggert: Stefán Jónsson

Sigurbjörn: Snorri Engilbertsson

Albert: Oddur Júlíusson

Móðir Erlu: Harpa Arnardóttir

Vaktstjóri/Fangavörður: Baldur Trausti Hreinsson

Lögregla 1: Þórir Sæmundsson

Lögregla 2: Walter Geir Grímsson

Lögregla 3: Hilmir Jensson

Hippastelpa: Íris Tanja Ívarsdóttir Flygenring

Þulur: Vera Illugadóttir