Liðstjóri ræðuliðs hættir trúnaðarstörfum

18.02.2014 - 16:57
Mynd með færslu
Liðsstjóri ræðuliðs MÍ, sem lét ósæmileg orð falla um mótherja í MORFÍs ræðukeppni, hefur sagt af sér sem trúnaðarmaður nemenda í skólaráði og skólanefnd menntaskólans. Hann er þó enn í stjórn nemendafélags MÍ, þar sem hann er gjaldkeri. Aðrir ræðumenn liðsins gegna engum trúnaðarstörfum innan MÍ.

Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta. Liðið í heild hefur beðist afsökunar á framkomu sinni. Þar sem skólastjórnendur MÍ veita ekki upplýsingar um meðferð einstakra mála fæst ekki upp gefið hvort þeim hefur verið, eða verður, refsað og þá hvernig. 

Þjálfari ræðuliðsins hefur ákveðið að hætta sem þjálfari ræðuliða og látið fjarlægja sig af dómaralista MORFÍs. Hann þjálfaði einnig lið sem sýndi nektarmynd af mótherja í ræðustól árið 2008.