Líðan eftir atvikum góð

03.02.2016 - 17:34
Mynd með færslu
 Mynd: Hannes Jóhannsson  -  RÚV
Líðan ökumannsins sem slasaðist í árekstri við Stigá í gær er eftir atvikum góð. Ökumaðurinn þurfti ekki að dvelja á gjörgæslu en liggur inni á landspítala um sinn. Stigá er skammt austan Hnappavalla á Öræfum. Slysið varð á einbreiðri brú þegar vörubifreið og sendibifreið óku saman.

annar ökumaðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann eftir að hafa fengið aðhlynningu frá sjúkraflutningamönnum frá Höfn í Hornafirði. Þjóðvegi 1 var lokað um stund eftir slysið.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Jónsson
Fréttastofa RÚV