Leyndarhjúpi aflétt af fánastangatalningu

22.01.2016 - 12:09
Mynd með færslu
 Mynd: Nikolaj Bock  -  norden.org
Í ársbyrjun lét danska fjármálaráðuneytið þau boð út ganga að allar opinberar stofnanir skyldu skrásetja hversu margar fánastangir þær ættu. Þetta vakti mikla undrun og umtal, ekki síst á samfélagsmiðlum og í ljós kom að sumar stofnanirnar áttu bara engar fánastangir. Ástæða talningarinnar er nú fundin.

Danski forsætisráðherrrann segir á Facebook að hann, sem mikill fylgismaður danska ríkjasambandsins, hafi fyrir nokkrum mánuðum viðrað þá hugmynd að heiðra skyldi Færeyinga og Grænlendinga og flagga fánum þeirra á tilteknum dögum. Þessar vangaveltur, hafi tryggir embættismenn gripið á lofti og þess vegna hafi verið ákveðið að telja fánastangirnar.

Jeg er KÆMPE tilhænger af Rigsfællesskabet. Elsker Grønland, Færøerne og Danmark - og synes, at vi skal værdsætte vores...

Posted by Lars Løkke Rasmussen on 21. janúar 2016
Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV