LEX ver ríkið í Landsréttarmáli Ástráðs

19.06.2017 - 08:51
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur falið LEX lögmannsstofu að verja ríkið í máli lögmannsins Ástráðs Haraldssonar gegn ríkinu vegna skipunar í Landsrétt.

Þetta kom fram í Fréttablaðinu í morgun. Ástráður var einn þeirra fimmtán sem dómnefnd um hæfni umsækjenda um embættið mat hæfastan, en ráðherra skipaði ekki í dóminn. Sigríður starfaði hjá LEX frá 2007 til 2015.

Venjan er að ríkislögmaður fari með mál á hendur ríkinu. Í þessu tilviki er hann hins vegar vanhæfur sökum tengsla við Ástráð og þess að starfsmenn embættisins voru í hópi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt.