Létust þegar þau féllu í gíg

13.09.2017 - 10:32
Erlent · Evrópa · Ítalía
epa06200373 The coffins of three dead people are carried away out of the volcanic zone, where three people died in the crater at Pozzuoli, Naples, Italy, 12 September 2017. A couple and an 11-year-old boy have died at the Solfatara volcanic crater at
 Mynd: EPA-EFE  -  ANSA
Þrír ferðamenn, hjón og ellefu ára sonur þeirra, fórust þegar þau féllu í gíg á eldfjallinu Solfatara di Pozzuoli vestan við Napolí á Suður-Ítalíu gær. Slysið varð þegar sonurinn missti meðvitund eftir að hafa farið inn á bannsvæði í gígnum. Þegar foreldrarnir reyndu að bjarga honum féll gígurinn saman. Einkafyrirtæki ræður yfir eldfjallinu Solfatara og selur ferðafólki aðgang. Fjallið gaus síðast 1198 og úr grunnum gíg þess stíga upp brennisteinsgufur og eitrað gas.
Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV
Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV