Lét ekki verða af hótun um að kveikja í sér

29.02.2016 - 21:51
Mynd með færslu
Arnarholt á Kjalarnesi  Mynd: RÚV
Lögregla var í kvöld kölluð að Arnarholti á Kjalarnesi þar sem hátt í fimmtíu hælisleitendur dvelja. Samkvæmt heimildum fréttastofu bárust skilaboð til Útlendingastofnunar um að hælisleitandi á staðnum hefði hótað að bera að sér eld.

Þar sem engin vakt er á staðnum var ákveðið að kalla til lögreglu. Maðurinn lét ekki verða af hótuninni og var fluttur á annan dvalarstað á vegum Útlendingastofnunar þar sem starfsmaður er á vakt allan sólarhringinn.

Að sögn vakthafandi varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var slökkvilið og sjúkralið kallað út til öryggis. Útkallið kom rétt eftir klukkan átta í kvöld. Ástandið var tryggt á staðnum um fimmtán mínútum síðar, og kom ekki til þess að nýta þyrfti aðstoð slökkvi- né sjúkraliðs. 

 

Mynd með færslu
Alma Ómarsdóttir
Fréttastofa RÚV