Lét Alzheimer-sjúkling millifæra 42 milljónir

01.03.2016 - 12:40
Mynd með færslu
 Mynd: Tryggvi Aðalbjörnsson  -  RÚV
Maður hefur verið ákærður fyrir að notfæra sér bágindi tæplega níræðs manns með langt genginn Alzheimer-sjúkdóm á hjúkrunar- og sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands á Hornafirði. Honum er gefið að sök að hafa nýtt sér ástand mannsins og vangetu hans til að átta sig á tölum og látið hann millifæra fjármuni á sinn reikning. 42 milljónir króna voru fluttar í þremur millifærslum.

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa notfært sér bágindi og fákunnáttu sjúklingsins til þess að afla sjálfum sér fjármuna án nokkurs endurgjalds. Ákærða gat ekki dulist framangreint ástand mannsins, segir í ákærunni sem Lögreglustjórinn á Austurlandi gaf út. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Austurlands í morgun en millifærslurnar fóru fram í ágúst og september 2014. 

 

Mynd með færslu
Arnaldur Máni Finnsson
Fréttastofa RÚV