Lestarslys í Þýskalandi - nokkrir látnir

09.02.2016 - 08:06
epa05150796 An ambulance next to an exit sign for Bad Aibling, Bavaria, near a train collision, Germany, 09 February 2016. At least two people died and another 100 were injured when two trains collided near the southern German town of Bad Aibling, police
 Mynd: EPA  -  DPA
Nokkrir létust þegar tvær járnbrautarlestir skullu saman nærri bænum Bad Aibling í Suðaustur Þýskalandi í morgun. Lestirnar voru á sama spori og komu úr gagnstæðri átt. Fyrstu fréttir af slysinu eru óljósar en fjölmargir eru alvarlega slasaðir og hafa björgunarþyrlur verið notaðar til að koma slösuðum á spítala í nágrenninu.

Fram kemur á vef BBC að vegum í kringum slysstaðinn hafi verið lokað. Ekkert liggur fyrir hvað varð til þess að lestirnar skullu saman.

Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV