Lést eftir að hafa orðið fyrir lögreglubíl

07.01.2016 - 04:01
Mynd með færslu
 Mynd: svt
Karlmaður á sextugsaldri lést eftir að lögreglubíll ók á hann í Landskrona í Svíþjóð í gærkvöld. Maðurinn var á gangi ásamt konu sinni sem slasaðist einnig og liggur nú á sjúkrahúsi.

Samkvæmt sænska ríkissjónvarpinu er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu. Maðurinn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi en konan er enn til rannsóknar á háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Engar upplýsingar hafa borist um ástand konunnar aðrar en þær að hún er talsvert slösuð.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV