Leitin að Bernstein heldur áfram

Leiklist
 · 
Útvarpsleikhús
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
 Mynd: Loji Höskuldsson

Leitin að Bernstein heldur áfram

Leiklist
 · 
Útvarpsleikhús
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
26.02.2016 - 18:27.Þorgerður E. Sigurðardóttir.Útvarpsleikhús
Richard lögreglumaður hefur í nógu að snúast í hinu ónafngreinda sjávarþorpi um miðbik 5. áratugarins sem er vettvangur dularfulls glæps í framhaldsleikritinu Hafið hefur þúsund andlit.

Í síðasta þætti fann Keith litli mjólkurbíl föður sins á hvolfi á fjallaveginum fyrir utan bæinn. Þeir félagar Richard og Charles bruna nú af stað í þeirri veikri von um að Bernstein finnist þar. Þeim til miklar furðu sést ekki tangur né tetur af honum. En mjólkurbíll Bernstein er hinsvegar fullur, en ekki af mjólkurpelum...

Hafið hefur þúsund andlit er útvarpsleikrit í fjórum þáttum sem flutt er í Útvarpsleikhúsinu um þessar mundir. Sunnudaginn 28. febrúar hljómar þriðji þáttur af fjórum sem ber titilinn Upp & niður. 

Handrit og leikstjórn: Pálmi Freyr Hauksson, Loji Höskuldsson og Magnús Dagur Sævarsson
 

Tónlist: Tumi Árnason og Loji Höskuldsson

Hljóðvinnsla: Loji Höskuldsson

Persónur og leikendur:

Richard: Oddur Júlíusson
Charles: Hákon Unnar Seljan
Fitzgerald: Björgvin Már Pálsson
Jane: Þuríður Blær Jóhannsdóttir
Monica: Lilja Birgisdóttir
Keith litli: Loji Höskuldsson
Dr. Sr. Roberts: Janus Bragi Jakobsson
Baddi húsvörður: Oddur Guðmundsson
Veronica: Eygló Höskuldsdóttir Viborg
Hermann Hermann: Alexander Róberts
Lögreglustjórinn í Reykjavík: Hjalti Jón Sverrisson
Litli skátastrákurinn: Eiður Breki Bjarkarson
Sögumaður: Jóhann Kristinsson