Leiknir Reykjavíkurmeistari

08.02.2016 - 22:22
Leiknismenn fagna sigri í Lengjubikar karla
 Mynd: Eva Björk
Leiknir er Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu eftir 4-1 sigur á Val í Egilshöll í kvöld. Ingvar Ásbjörn Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Leikni sem leiddu 2-1 í hálfleik.

Elvar Páll Sigurðsosn og Sindri Björnsson skoruðu sitt markið hvor fyrir Leikni en Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði eina mark Valsmanna.

Frábær sigur hjá Leikni sem hafa átt góðu gengi að fagna í Reykjavíkurbikarnum.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður