Leiðin til Frakklands – markverðir liðsins

15.02.2016 - 13:21
Mynd með færslu
 Mynd: Knattspyrnusamband Íslands
Við höldum áfram að hita upp fyrir Evrópumót karlalandsliða í Frakklandi á Sportrásinni í kvöld. Íslenska karlalandsliðið verður á lokamótinu og það í fyrsta skipti. Á mánudögum verður landsliðið til umræðu á Sportrásinni á Rás 2 og í kvöld setjast Fjalar Þorgeirsson markvörður Stjörnunnar, Þóra Björg Helgadóttir fyrrverandi landsliðsmarkvörður og Einar Örn Jónsson hjá RÚV við EM-hringborðið og ræða markverði íslenska liðsins, hverjir fara með til Frakklands?

Á mánudögum kynnumst við líka landsliðsdrengjunum okkar aðeins betur í stuttum innskotum þar sem rætt er við gamla vini, fjölskyldu eða fyrstu þjálfara strákanna ásamt því að Kristján Guðmundsson, þjálfari Leiknis í Reykjavík, skoðar á sinn hátt leikmenn íslenska liðsins.

Í þætti kvöldsins kynnumst við betur markverði nr. 1 hjá íslenska liðinu, Hannesi Þór Halldórssyni.

 

Mynd með færslu
Þórður Helgi Þórðarson
dagskrárgerðarmaður
Sportrásin