Leicester og Chelsea með sigra

27.02.2016 - 17:15
epa05184016 Leicester City's Leonardo Ulloa (L) celebrates after scoring the winning goal during the English Premier League soccer match between Leicester City and Norwich City in Leicester, Britain, 27 February 2016. Leicester won 1-0.  EPA/TIM
Leonardo Ulloa skoraði sigurmark Leicester í dag.  Mynd: EPA
Leicester City vann mikilvægan sigur á Norwich City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jose Leonardo Ulloa skoraði sigurmark Leicester þegar skammt var eftir af leiknum og situr liðið á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 56 stig.

Chelsea er á uppleið eftir sterkan útisigur á Southampton sem hafði verið á góðri siglingu fyrir leik liðanna í dag. Shane Long kom heimamönnum yfir en Cesc Fabregas og Branislav Ivanovic skoruðu mörk Chelsea sem þar með eru komnir upp í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Úrslit dagsins í ensku úrvalsdeildinni:
West Ham United 1 - 0 Sunderland
Leicester City 1 - 0 Norwich City
Southampton 1 - 2 Chelsea
Stoke City 2 - 1 Aston Villa
Watford 0 - 0 AFC Bournemouth

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður