Laxeldi í Ísfjarðardjúpi í umhverfismat

12.02.2016 - 19:24
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Skipulagsstofnun hefur borist tillaga Háfells, dótturfyrirtækis HG, að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum 6.800 tonna laxeldis í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi. Athugasemdum vegna matsins má skila til Skipulagsstofnunar til 29. febrúar og er stefnt að því að ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillöguna liggi fyrir 8. mars.

Skipulagsstofnun hefur leitað umsagnar Ísafjarðarbæjar, Strandabyggðar, Súðavíkurhrepps, Ferðamálastofu, Fiskistofu, Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar. Landssamband Veiðfélaga hefur gagnrýnt áætlanir HG og sendi HG bréf í desember þar sem farið var fram á að HG félli frá fyriráætlunum sínum.

<