Lánshæfismat Sádi-Arabíu lækkað um tvö þrep

17.02.2016 - 18:57
An oil truck seen in the desert at Khurais oil field, about 160 km from Riyadh, Kingdom of Saudi Arabia, 23 June 2008. A top executive at Saudi Aramco said that the company's plans are on track for its Khurais project south of Riyadh which puts put 1
 Mynd: EPA
Matsfyrirtækið Standard and Poor's lækkaði í dag lánshæfismat Sádi-Arabíu um tvö þrep, niður í A mínus. Ástæðan er verðlækkun á heimsmarkaðsverði olíu að undanförnu.

 

Sérfræðingar fyrirtækisins segja að verðlækkunin hafi veruleg og varanleg áhrif á efnahag landsins. Olíuverð hefur lækkað um 70 prósent frá því að það náði hámarki um mitt ár 2014. Það hefur haft umtalsverð áhrif á efnahag ríkja sem hafa tekjur sínar fyrst og fremst af olíusölu.

Standard and Poor's bendir á í umsögn sinni um Sádi-Arabíu að 80 prósent af útflutningsverðmætum landsins séu til komin vegna viðskipta með olíu og þrír fjórðu hlutar af tekjum ríkissjóðs séu vegna hennar.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV