Landssöfnun fyrir íbúa Nuugaatsiaq

19.06.2017 - 17:58
epa06035229 A picture taken from a video courtesy of Oline Nielsen shows a wave hitting the settlement of Nuugaatsiaq, Greenland, 18 June 2017. According to news reports, an earthquake and tsunami have created big floods in western Greenland.  EPA/Oline
Í bænum Nuugaatsiaq í morgun.  Mynd: EPA  -  SCANPIX DENMARK
Hjálparstarf kirkjunnar hefur hrundið af stað landssöfnun vegna náttúrhamfaranna á Grænlandi í samvinnu við KALAK, Hrókinn og fleiri Grænlandsvini.

Fjögurra íbúa þorpsins Nuugaatsiaq er enn saknað eftir flóðbylgju sem olli gríðarlegu tjóni í þorpinu aðfaranótt sunnudags. Fleiri þorp á svæðinu hafa verið rýmd enda alls óvíst að hamförunum á Vestur-Grænlandi sé lokið.

Í tilkynningu frá Hróknum er rifjað upp að þegar snjóflóð féll á Flateyri 1995 var efnt til landssöfnunar á Grænlandi og safnað hárri upphæð. Allt það sem safnast nú fyrir Grælendinga renni óskert til neyðarhjálpar og uppbyggingar í samvinnu við sveitarfélagið og hjálparsamtök á svæðinu. 

Hjálparstarf kirkjunnar hefur opnað söfnunarreikninginn 0334-26-056200, kennitala 450670-0499. Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur.