Landsbankinn vissi af valréttinum

11.02.2016 - 21:00
Mynd með færslu
 Mynd: Landsbankinn Landsbankinn
Landsbankinn vissi af valréttargreiðslum sem Valitor átti von á en ekki Borgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum í kvöld. Bankinn vissi því af valréttinum en treysti á söguleg tengsl Valitor við Visa í Evrópu og yfirburða markaðshlutdeild félagsins í útgáfu Visa-korta. Því myndi Valitor, eitt íslenskra kortafyrirtækja, eiga tilkall til ávinnings ef valrétturinn yrði nýttur.

Landsbankinn áréttar að engin vitneskja hafi verið um að Borgun kynni að eiga rétt til sambærilegra greiðsla við nýtingu valréttarins. 

Landsbankinn hefur sent Bankasýslu ríkisins svör við fyrirspurnum Bankasýslunnar um sölu eignarhlutar bankans í Borgun. Svör Landsbankans eru birt í heild sinni á vef bankans