Landsbankinn, Borgun og traustið

27.01.2016 - 17:51
Umdeildar eignasölur bæði Landsbankans og Arion snúast ekki um krónur og aura heldur traust. Það eru skiptar skoðanir á sölu Landsbankans á hlut bankans í kortafyrirtækinu Borgun. Ógagnsæ sala og verið var upphaflega deiluefni. Nú bætist við hvort Landsbankinn hafi samið af sér þegar kemur uppúr kafinu rúmu ári eftir söluna að í félaginu var valréttur sem reynist hinn mesti hvalreki fyrir kaupendur.

 Beðið eftir hvalrekanum

Hvalreki gagnast bæði Valitor og Borgun sem eru aðilar í Visa Europe. Landsbankinn átti hlut í báðum fyrirtækjunum – samdi sérstaklega um hlut sinn í valrétti Valitors í Visa Europe en ekki í valrétti Borgunar.

Kaup Visa Inc. komu ekki á óvart – verið í veltunni í næstum áratug og sífellt nefnt hærra verð, um tíu milljarðar evra fyrir rúmu ári síðan en svo varð sÍ Bretlandi eins og annars staðar þar sem fyrirtæki eiga í Visa Europe eru fréttir um hvalreka sem kaup Visa Inc. á evrópska Visa verða. Þessi öluverðið rúmlega 21 milljarður þegar salan var tilkynnt í nóvember.
Visa Europe hefur verið í eigu 3000 banka og kortafyrirtækja í Evrópu. Hvert fyrirtæki átti einn hlut. Kaupverðið deilist niður á öll þessi 3000 kortafyrirtæki, þar á meðal Valitor og Borgun. Uppgjörið verður þó heljarinnar reikningsdæmi, miðast við viðskipti undanfarin þrjú ár. Af því verðskrá Visa hækkaði mikið síðari hluta tímabilsins þá vegur 2015 og síðari hluti 2014 þungt í uppgjörinu. Verðið greiðist á fjórum árum, endanlegt verð er háð afkomu Visa Europe og því ekki ljóst fyrr en 2020.
Í erlendri umfjöllun um söluna á Visa Europe er víða staldrað við að þó salan útleysi þennan hvalreka þá séu horfurnar ekki endilega góðar til lengdar því Visa Inc. hafi nú meiri tök á Evrópumarkaðnum, getur hækkað þjónustuverð og svo framvegis. Til lengdar getur kostnaður Visakortafyrirtækja í Evrópu því orðið hærri.
Varðandi íslenskar aðstæður hefur Visa-hvalrekinn aftur beint athyglinni að sölu Landsbankans á 31 prósenta hlut sínum í Borgun til fjárfesta og stjórnenda í Borgun í nóvember 2014 fyrir alls 2,2 milljarða króna. Samanburðurinn er sala bankans á 38 prósenta hlut sínum í Valitor til Arion banka um mánuði síðar.

Munurinn á Borgunar- og Valitor-sölunni

Þarna var því seldur hlutur í tveimur fyrirtækjum sem bæði áttu Visa-valrétt: í samningnum um Borgun eru engin ákvæði um hlutdeild Landsbankans ef til sölu Visa Europe kæmi; í Valitor-samningnum eru hins vegar slík ákvæði og þar fær Landsbankinn því sneið af þessum margumrædda hvalreka. Í viðbót hefur Borgun vaxið mikið undanfarið og þá líka spurning hvort Landsbankinn hafi einnig samið af sér í þeim efnum, fengið minna fyrir Borgun en efni stóðu til.
Ef litið er á söluverðið þá hefur komið fram að Landsbankinn fékk mun hærra verð fyrir Borgun en Valitor. Fyrir Borgun fékk Landsbankinn 1,88 sinnum eigið fé en 1,18 sinnum eigið fé fyrir Valitor. Sjónarmið Landsbankans var að þetta hærra verð fyrir Borgun endurspeglaði vænta stækkun fyrirtækisins vegna útrásar sem Landsbankinn taldi reyndar áhættusama í ljósi fyrri útrásarófara Valitors.
Varðandi valréttinn virðist sem stjórnendur Landsbankans hafi ekki vitað af, alla vega ekki hugleitt möguleg verðmæti valréttar í Borgun andstætt Valitor. Samkvæmt heimildum Spegilsins ræddu stjórnendur Borgunar verðmæti valréttarins ekki sérstaklega.

Ógagnsæ salan á Borgun: upphaflegu mistökin

Stjórnendur Borgunar eiga sinn hlut í Borgun í gegnum BPS ehf. Það félag seldi um þriðjung sinnar eignar í fyrra, á nú fimm prósent í Borgun. Einn viðmælandi Spegilsins segir eigendur BPS ekki hafa vitað um möguleg verðmæti valréttarins þegar þeir seldu í fyrra, gerðu engan fyrirvara og gera engar athugasemdir nú.
Það má lengi þrátta um verð. Einn viðmælandi segir að hefði Landsbankinn samið um hlut í valrétti Borgunar vegna Visa sölunnar hefði kaupverðið einfaldlega lækkað. Það er ljóst að meira fékkst fyrir Borgun en Valitor í upphafi en nú bætist hvalrekinn frá sölunni á Visa Europe við afraksturinn af Valitor-sölunni.
En eins og áður segir, verð er umdeilanlegt. Kjarni vandans í þessari sölu Landsbankans á Borgun er ekki verðið heldur sjálf framkvæmd sölunnar. Ógagnsætt ferli sem stjórnendur Landsbankans hafa viðurkennnt eftir á að hafi verið mistök. Það voru hin upphaflegu og hrapalegu mistök. Ekki af því þau mistök hafi endilega kostað mikið í krónum og aurum heldur af því eitt helsta fórnarlamb bankahrunsins var einmitt traust fólks á bönkum. Símasala Arion er annað dæmi. Það má heyra á mörgum að ógagnsæið þykir ekki lofa góðu fyrir næstu misseri þegar fleira verður til sölu.

 

 

 

Mynd með færslu
Sigrún Davíðsdóttir
Spegilæ
Spegillinn
Þessi þáttur er í hlaðvarpi