Landnámsminjar staðfestar á Stöð

13.01.2016 - 17:44
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson  -  RÚV
Aldursgreining liggur nú fyrir á mola af birkiviðarkolum sem tekinn var úr húsarústum við fornleifauppgröft á Stöð í Stöðvarfirði í nóvember. Bjarni F. Einarsson forleifafræðingur segir að molinn sé frá 9. öld eða frá árabilinu 780-920.

Hann segir að frekari rannsóknir þurfi til að kanna hvort molinn sé úr landnámskálanum sjálfum eða tengdri byggingu. „Ef þetta er ekki skálinn er hann í allra næsta nágrenni,“ segir Bjarni. Þetta yrði fyrsti staðfesti landnámsskálinn á Austfjörðum. „Frá Höfn og niður í Mývatnssveit, á þessu stóra svæði er enginn aldursgreindur skáli. Ekki fyrr en núna,“ segir Bjarni. Hann segir að sótt hafi verið í Fornminjasjóð um framlag til frekari rannsókna; til að grafa upp skálann á Stöð.

Mynd með færslu
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV