Lætur af störfum en fær áfram laun

07.03.2016 - 14:00
Vesturbyggð Patreksfjörður
Patreksfjörður Vesturbyggð þjónusta stofnanir Vesturbyggð Patreksfjörður
Patreksfjörður Vesturbyggð þjónusta stofnanir
 Mynd: Jóhannes Jónsson Jóhannes Jó
Kristján Haraldsson Orkubússtjóri lætur af störfum í vor en samkvæmt starfslokasamningi Kristjáns verður hann á launum í eitt ár til viðbótar. Árslaun Kristjáns eru um 15 milljónir króna.

Bæjarins besta hefur eftir Viðari Helgasyni, stjórnarformanni Orkubússins, að samkvæmt starfslokasamningi Kristjáns þá fari hann í námsleyfi 1. júní en verður Orkubúinu áfram innan handar, þetta hafi verið Kristjáns ósk. Bæjarins besta bendir á að á vef fjármálaráðuneytisins segi að: „Starfsmaður ávinnur sér tveggja vikna [náms]leyfi á hverju ári. Þó getur uppsafnaður réttur aldrei orðið meiri en 6 mánuðir og greiðist ekki út við starfslok. Heimilt er að veita skemmri eða lengri námsleyfi á skemmra eða lengra árabili.“ Orkubúið er opinbert hlutafélag og er í 100% eigu ríkisins.

Kristján hefur gegnt starfi Orkubússtjóra frá árinu 1978. Starf hans var auglýst í byrjun árs og hafa 25 umsóknir borist um stöðuna. 

 

Mynd með færslu
Halla Ólafsdóttir
Fréttastofa RÚV