Lækkanir á mörkuðum vegna sprenginga

22.03.2016 - 08:31
epa05219122 Belgium police outside of Saint Pieter/ Saint-Pierre hospital where, Belgium media report fugitive terror suspect Salah Abdeslam could be kept by police, after an anti-terror operation in the Molenbeek neighborhood of Brussels, Belgium, 18
Öflugur vörður var við Saint-Pierre-sjúkrahúsið í Brussel í nótt.  Mynd: EPA
Hlutabréf lækkuðu í verði þegar markaðir í Evrópu voru opnaðir í markaði. FTSE vísitalan í Lundúnum lækkaði um 0,6 prósent við opnun markaða, þýska DAX vísitalana um 1,1 prósent og CAC vísitalan í París um 0,7 prósent.

Mike van Dulken, yfirmaður rannsóknar hjá Accendo Markets, segir að sprengingin á flugvellinum í Brussel hafi haft mikil áhrif á viðhorfin á markaði. Flugvöllurinn er Brussel er lokaður en einn lést og óttast er um fleiri.

Viðbót: Hlutabréf í flugfélögum og samgöngufyrirtækjum hafa lækkað skarpt frá því að markaðir voru opnaðir.

Mynd með færslu
Pálmi Jónasson
Fréttastofa RÚV