Kviknaði í trésmíðaverkstæði í Kópavogi

10.02.2016 - 07:10
Mynd með færslu
 Mynd: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir  -  RÚV
Laust eftir fimm var tilkynnt um mikinn reyk í trésmíðaverkstæði í Auðbrekku í Kópavogi. Lögregla og slökkvilið fór á vettvang. Í ljós kom að eldur hafði kviknað út frá útsogskerfi í verksmiðjunni. Einn starfsmaður var á staðnum og hann var fluttur á slysadeild til skoðunar. Slökkvilið hafði nokkurn viðbúnað enda viðbúið að mikill eldsmatur væri á staðnum. Reykkafarar voru sendir inn í húsið og vel gekk að slökkva eldinn, sem var nokkur. Tók það verk um klukkutíma og lauk um sex í morgun.

 

 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV