Kvikmyndun Flateyjargátu frestað

Bókmenntir
 · 
Sjónvarp
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
Fyrirhugað var að sýna sjónvarpsþætti eftir Flateyjargátu Viktors Arnars Ingólfssonar á RÚV í byrjun næsta árs. Landsmenn neyðast til að bíða lengur eftir kvikmyndun þessarar snjöllu ráðgátusögu.  Mynd: Úr einkasafni

Kvikmyndun Flateyjargátu frestað

Bókmenntir
 · 
Sjónvarp
 · 
Menningarefni
17.07.2017 - 06:22.Ævar Örn Jósepsson
Framleiðslu sjónvarpsþáttaraðar eftir hinni ágætu ráðgátusögu Viktors Arnars Ingólfssonar, Flateyjargátu, hefur verið frestað. Ástæðan er sú að ekki fékkst bindandi samningur við Kvikmyndamiðstöð og þar með ekki styrkur úr kvikmyndasjóði, sem stólað hafði verið á.

Fréttablaðið greinir frá þessu. Haft er eftir Hilmari Sigurðssyni, forstjóra Saga Film, að upphaflega hafi verið sótt um úthlutun úr sjóðnum á síðasta ári, en þeirri umsókn hafnað vegna peningaskorts. Þá hafi framleiðendur, Saga Film og Reykjavík Films, verið hvattir til að slækja um aftur, sem þeir gerðu. Aftur var styrkveitingu hafnað en vilyrði boðið fyrir styrk á næsta ári.

Hilmar segir að þá hafi framleiðendur reynt að fá bindandi samning þar um, svo hægt yrði að taka upp í haust, í samræmi við skuldbindingar þeirra við erlenda samstarfsaðila og starfsfólk. Því var hafnað af Kvikmyndamiðstöð með vísan til vinnu- og bókhaldsreglna sjóðsins.

Leituðu framleiðendur þá til mennta- og menningarmálaráðherra sem tók erindi þeirra vel og fól Kvikmyndamiðstöð að gera samning við þá, þrátt fyrir allt og fyrir rest. Það hafi hins vegar gerst of seint því þá hafi þegar verið búið að fresta framleiðslu þáttanna.

Til stóð að taka þættina til sýningar á RÚV í janúar næstkomandi.