Kvennalandsliðið gerði jafntefli í Póllandi

14.02.2016 - 15:42
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Íslenska kvennalandsliðið í kattspyrnu gerði 1-1 jafntefli í vináttulandsleik gegn Pólverjum í leik sem fram fór í Nieciecza í Póllandi. Andrea Rán Hauksdóttir skoraði mark Íslands beint úr aukaspyrnu.

Ísland komst yfir í leiknum á 8. mínútu þegar Andrea skoraði úr aukaspyrnu en þetta var hennar fyrsti A-landsleikur. Pólverjar jöfnuðu leikinn á 35. mínútu með fallegu marki eftir langskot. Ísland fékk raunar kjörið tækifæri til að tryggja sér sigurinn í leiknum en markvörður pólska liðsins varði vítaspyrnu á 70. mínútu.

Margir leikmenn íslenska liðsins fengu að spreyta sig í leiknum. Sex leikmenn sem ekki höfðu áður leikið A-landsleik fengu tækifæri í leiknum.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður