Kvenleikinn

19.02.2016 - 11:21
Mynd með færslu
 Mynd: Wikipedia - P.D. - Samsett mynd  -  Public Domain
Víðsjá er í dag, í tilefni konudagsins sem verður á sunnudag, helguð kvenleikanum. Spurt verður hvað hugmyndir fólk hafi um kvenleikann og hvað hafi mótað þær hugmyndir í gegnum árin og aldirnar og hvað (ef eitthvað) sé að breyta þeim hugmyndum í samtímanum.

Viðmælendur í þættinum Sif Ríkharðsdóttir, bókmenntafræðingur, Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, rithöfundarnir Steinunn Sigurðardóttir og Tobba Marínós og Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir myndlistarkona. Í tengslum við sýningu Ólafar er lesið ljóðið Ljóð um hold og frjósemi þess eftir Erík Örn Norðdahl, sem Anna Sigríður Ólafsdóttir les. Sýningin heitir Sjálfsbirting og er í galleríinu Úthverfu á Ísafirði.

Um dagskrárgerð sáu: Dagur Gunnarsson, Guðni Tómasson, Halla Ólafsdóttir og Sigyn Blöndal. 

Mynd með færslu
Guðni Tómasson
dagskrárgerðarmaður
Víðsjá
Þessi þáttur er í hlaðvarpi