Kúbverjar kanna tjónið af völdum Irmu

11.09.2017 - 02:57
Residents walk on Havana's flooded sea wall as the ocean crashes into it, after the passing of Hurricane Irma in Havana, Cuba, Sunday, Sept. 10, 2017. The powerful storm ripped roofs off houses, collapsed buildings and flooded hundreds of miles of
Frá göngustígnum meðfram ströndinni í Havana  Mynd: AP
epa06196596 People walk in the water at a zone of the breakwater of Havana, Cuba, 10 September 2017. Severe storm surge flooding cut power and forced the evacuation of thousands of people in the aftermath of Hurricane Irma.  EPA-EFE/Ernesto Mastrascusa
Við brimvarnargarðinn í Havana  Mynd: EPA-EFE  -  EFE
epa06196607 A man swims on a flooded street in Havana, Cuba, 10 September 2017.  Severe storm surge flooding cut power and forced the evacuation of thousands of people in the aftermath of Hurricane Irma.  EPA-EFE/Ernesto Mastrascusa
Synt um götur Havana  Mynd: EPA-EFE  -  EFE
People walk through flooded streets in Havana after the passage of Hurricane Irma, in Cuba, Sunday, Sept. 10, 2017. The powerful storm ripped roofs off houses, collapsed buildings and flooded hundreds of miles of coastline after cutting a trail of
Sjávarflóðin teygðu sig rúman hálfan kílómetra inn í sum hverfi Havana  Mynd: AP
Residents walk near downed power lines felled by Hurricane Irma, in Caibarien, Cuba, Saturday, Sept. 9, 2017. There were no reports of deaths or injuries after heavy rain and winds from Irma lashed northeastern Cuba. Seawater surged three blocks inland in
Frá strandbænum Caibarien, um miðja norðurströnd Kúbu  Mynd: AP
Á meðan Flórídabúar leita skjóls og bíða þess að fellibylurinn Irma gangi annaðhvort yfir eða niður eru nágrannar þeirra á Kúbu teknir til við hreinsunarstörf og könnun á því, hversu miklu tjóni Irma olli þegar hún fór þar hamförum. Engar fréttir hafa borist af manntjóni en hús hafa hrunið, þök flettst af öðrum og sjávarflóð hafa fært strönd og strandbyggðir á kaf að meira eða minna leyti á nokkur hundruð kílómetra kafla.

Þessi ógnarstormur fikraði sig hægt vestur með norðurströnd Kúbu og tók land á eyjaklasa við miðbik hennar sem fimmta stigs fellibylur, en svo öflugur stormur hefur ekki gengið á land á Kúbu um áratugaskeið. Fréttir af afleiðingum hamfaranna bárust seint og illa frá Kúbu en nú er myndin farin að skýrast nokkuð.

Mest varð tjón á byggingum á mið- og austurhluta Kúbu; Matanzas, Villa Clara, Camaguey og Sancti Spiritus. Þar hrundu hús og önnur skemmdust svo illa að þau eru ónýt eftir, þök fóru af húsum, rafmagnsmöstur féllu og tré rifnuðu upp með rótum, auk þess sem götur og torg voru þakin braki af öllu tagi. Meðfram norðurströndinni varð mesta tjónið tjón af völdum sjávarflóða sem urðu um og yfir þriggja metra há og gengu langt upp á land. Í höfuðborginni Havana gekk sjór allt að hálfan kílómetra inn í sum hverfin.

Ríflega milljón manns þurfti að yfirgefa heimili sín við ströndina og leita skjóls lengra inni í landi. Yfirvöld vara fólk við því að reyna að snúa aftur heim of snemma, flóðin réni í fyrsta lagi á morgun, mánudag. Þótt tjónið sé mikið og erfið, dýr og tímafrek uppbygging bíði Kúbverja anda þeir engu að síður léttar og hugga sig annars vegar við það að enginn lét lífið og hins vegar það, að tjónið á mannvirkjum hafi ekki orðið enn meira.
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV