KR í undanúrslit í bikarnum

11.01.2016 - 22:33
KR er komið í undanúrslit í Powerade-bikar KKÍ eftir 90-74 sigur á Njarðvík í DHL-höllinni í kvöld. Þór Þorlákshöfn og Grindavík fylgdu þeim röndóttu í undanúrslit.

Njarðvíkingar léku án erlends leikmanns í kvöld en leiddu þrátt fyrir það leikinn eftir fyrsta leikhluta. KR-ingar skiptu hins vegar um gír í öðrum leikhluta og leiddu í hálfleik 46-39.

Michael Craion dró vagninn hjá KR-ingum í kvöld og skoraði 26 stig. KR-ingar lögðu grunn að sigrinum með góðri vörn í þriðja leikhluta og unnu að lokum sannfærandi sigur. Haukur Helgi Pálsson var atkvæðamestur hjá Njarðvík með 27 stig auk þess að taka 15 fráköst.

Þór Þorlákshöfn lagði Hauka í spennandi leik 79-74 þar sem Vance Michael Hall var stigahæstur í liði heimamanna með 27 stig. Hjá Haukum skoraði Brandon Mobley mest eða 28 stig.

Í Borgarnesi lutu heimamenn lægra haldi fyrir Grindavík, 96-105. Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 23 stig fyrir heimamenn en hjá gestunum var nýr erlendur leikmaður, Charles Wayne Garcia Jr. stigahæstur með 27 stig.

Úrslit og stigaskor úr leikjum kvöldsins:

KR-Njarðvík 90-74 (19-22, 27-17, 20-12, 24-23)
KR: Michael Craion 26/10 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 16/4 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 11, Ægir Þór Steinarsson 9/5 fráköst/8 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 8/5 fráköst, Darri Hilmarsson 8/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 5/5 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 5, Pavel Ermolinskij 2/6 fráköst.
Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 27/15 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 19/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 15, Hjörtur Hrafn Einarsson 10/4 fráköst, Logi  Gunnarsson 3.

Þór Þ.-Haukar 79-74 (23-16, 17-16, 13-18, 26-24)
Þór Þ.: Vance Michael Hall 27/6 fráköst/6 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 17, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 16/10 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 8, Ragnar Örn Bragason 6, Davíð Arnar Ágústsson 5.
Haukar: Brandon Mobley 28/8 fráköst, Haukur Óskarsson 16, Finnur Atli Magnússon 9/4 fráköst, Emil Barja 7/9 fráköst/5 stoðsendingar, Kári Jónsson 6, Kristinn Marinósson 4/4 fráköst, Hjálmar Stefánsson 2, Guðni Heiðar Valentínusson 2.

Skallagrímur-Grindavík 96-105 (17-31, 25-27, 21-21, 33-26)
Skallagrímur: Sigtryggur Arnar Björnsson 23/4 fráköst/5 stoðsendingar, Jean Rony Cadet 22/9 fráköst/8 stoðsendingar, Arnar Smári Bjarnason 18/5 fráköst, Almar Örn Björnsson 13/4 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 6/4 fráköst, Kristófer Gíslason 6/5 fráköst, Atli Aðalsteinsson 5, Þorsteinn Þórarinsson 2, Davíð Ásgeirsson 1.
Grindavík: Charles Wayne Garcia Jr. 27/4 fráköst/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 17/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 14/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 9, Hinrik Guðbjartsson 8, Daníel Guðni Guðmundsson 8, Ómar Örn Sævarsson 8/11 fráköst/5 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 3.

 

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður