Körfuboltaleikjum frestað vegna veðurs

04.02.2016 - 15:15
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Yfirvofandi óveður á landinu í dag hefur áhrif á íþróttaviðburði en mótanefnd Körfuknattleikssambandsins hefur frestað tveimur leikjum sem fyrirhugaðir voru í úrvalsdeild karla í kvöld, Dominosdeildinni. Engin frestun hefur verið tilkynnt í Olísdeild karla í handbolta þar sem fjórir leikir eru á dagskrá.

Frestað er annars vegar leik Tindastóls og Njarðvíkur á Sauðárkróki og hins vegar leik FSu og Hauka á Selfossi. Sá leikur hefur verið settur á annað kvöld en nýr leiktími fyrir leikinn á Sauðárkróki verður tilkynntur síðar.

Eftir standa tveir leikir sem fara fram í Dominosdeild karla í kvöld.

19:15 ÍR-Þór Þorlákshöfn
19:15 KR-Höttur

Fjórir leikir eru fyrirhugaðir í Olísdeild karla í handbolta í kvöld og munu þeir allir fara fram.

19.30 ÍR - ÍBV        
19.30 FH - Víkingur        
19.30 Haukar - Afturelding        
20.00 Grótta - Fram

 

Mynd með færslu
Hans Steinar Bjarnason
íþróttafréttamaður