Kópavogur losnar undan eftirlitsnefnd

21.04.2017 - 11:26
Mynd með færslu
 Mynd: RUV
Kópavogsbær er laus undan eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, tveimur árum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Skuldahlutfall bæjarins fór undir 150 prósenta viðmið undir lok síðasta árs og var 146 prósent um áramótin. Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar nam tæplega 1,2 milljörðum króna árið 2016 en það er ríflega fjórfalt meiri afgangur en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs segir þetta ánægjuleg og mikilsverð tímamót. Jákvæð afkoma bæjarfélagsins skýrist meðal annars af lóðaúthlutunum og fjölgun í bæjarfélaginu. 
 

Mynd með færslu
Pálmi Jónasson
Fréttastofa RÚV