Konum fjölgar á norska Stórþinginu

12.09.2017 - 03:53
epa06195162 Norway's Prime Minister and leader of the Conservative Party, Erna Solberg (C), at an election campaign event in Oslo, Norway, 09 September 2017. The Norwegian parliamentary election is set to take place on 11 September 2017.  EPA-EFE
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, á kosningafundi í Osló. Hún er ein 70 þingkvenna á Stórþinginu.  Mynd: EPA-EFE  -  NTB SCANPIX
70 konur náðu kjöri í þingkosningunum í Noregi í gær. Þar með verður hlutfall kvenna á norska stórþinginu í fyrsta sinn hærra en 40 prósent; nánar til tekið verður það 41,4 prósent. Fyrra met var sett á síðasta þingi, en þá voru þingkonur 67 talsins og hlutfall þeirra 39,6 prósent. Á Alþingi Íslendinga skipa 30 konur 48 prósent þingsæta og hafa aldrei verið fleiri.
Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV