Konráð Valur annar í skeiði

12.08.2017 - 13:10
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Konráð Valur Sveinsson á Sleipni frá Skör fékk í dag silfurverðlaun fyrir 250 metra skeið á Heimsmeistaramóti Íslenska hestsins í Hollandi.

Besti tími Konráðs var 22,23 sekúndur en Lona Sneve á Stóra Dímon frá Hauksbæ gerði gott betur og sigraði á tímanum 21,60. Þetta eru önnur verðlaun Konráðs fyrir skeið á þessu móti en hann varð heimsmeistari í gæðingaskeiði.

Það er ein skeiðgrein eftir, 100 metra skeið, sem verður í fyrramálið. „Ég ætla á pall þar líka, engin spurnin,“ sagði Konráð Valur Sveinsson.

Í flokk fullorðinna sigraði Markus Albrecht Schoch á Kóngi frá Lækjarmóti á tímanum 21.46.