Kona lést í jarðskjálfta á Ítalíu

22.08.2017 - 03:29
Erlent · Hamfarir · Evrópa · Ítalía
epa06155551 View of the damages buildings after a 3.6 magnitude earthquake in Ischia island, Italy, 21 August 2017.   There were reports of some buildings collapsing and early reports of some people experiencing minor injuries.  EPA/SERENELLA MATTERA
 Mynd: EPA  -  ANSA
Kona lést og eins er saknað eftir að jarðskjálfti af stærðinni fjórir reið yfir ítölsku eyjuna Ischia í dag. Björgunaraðgerðir eru í fullum gangi og hefur þegar tekist að bjarga nokkrum undan rústunum. 

Konan sem lést varð fyrir braki úr kirkju í bænum Casamicciola á norðanverðri eyjunni. Eyjan er vinsæll ferðamannastaður og voru veitingastaðir þétt setnir þegar skjálftinn varð. AFP fréttastofan segir um 25 hafa slasast í skjálftanum. Talsverðar skemmdir urðu á mannvirkjum, meðal annars á eina sjúkrahúsi eyjunnar sem þurfti að rýma að hluta vegna skjálftans.

Margir taka þátt í björgunarstörfum, því kallaðir voru út slökkviliðsmenn sem hafa verið að berjast við skógarelda á eyjunni í sumar.

 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV