Komu til Íslands fyrir Frozen 2

Erlent
 · 
Menningarefni

Komu til Íslands fyrir Frozen 2

Erlent
 · 
Menningarefni
16.07.2017 - 09:56.Freyr Gígja Gunnarsson
Leikstjórar bandarísku teiknimyndarinnar Frozen, sem sló eftirminnilega í gegn fyrir fjórum árum, komu til Íslands í undirbúningsferð fyrir framhaldsmyndina Frozen 2

Þetta kemur fram á vef Telegraph.

Önnur lönd sem leikstjórarnir heimsóttu til að skoða fyrir framhaldsmyndina voru Noregur og Finnland. Þetta kom fram á kynningarfundi John Lasseter, eins æðsta yfirmanns Disney-fyrirtækisins, þar sem hann fór yfir væntanlegar kvikmyndir frá kvikmyndafyrirtækinu.

Sýnt var myndskeið frá heimsókn leikstjórarnna þar sem þau sjást meðal annars fylgjast með hreindýrahjörð og ganga á jökul.