Kommablót í hálfa öld

Austurland
 · 
Landinn
 · 
Mannlíf
 · 
Menningarefni

Kommablót í hálfa öld

Austurland
 · 
Landinn
 · 
Mannlíf
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
08.02.2016 - 08:00.Gísli Einarsson.Landinn
„Upphaflega byrjaði Alþýðubandalagið hér á staðnum að halda þorrablót og félagsmenn buðu með sér gestum. Frá upphafi voru samt á blótinu allra flokka kvikindi,“ segir Smári Geirsson einn af aðstandendum Kommablótsins í Neskaupstað sem haldið var í fimmtugasta sinn fyrir rúmri viku.

Kommablótið er íhaldssöm skemmtun. Þar er alltaf heimatilbúin skemmtidagskrá, annállinn, sem tekur um einn og hálfan tíma í flutningi. Sama fólkið sér um að semja og flytja annálinn árum og jafnvel áratugum saman. Og blótsstjórar hafa t.d. ekki verið nema fjórir frá því fyrst var blótað á vegum kommanna á Norðfirði.

Í dag er Kommablótið ekki lengur kommablót, enda Alþýðubandalagið ekki virkt félag á Neskaupstað, og hefur þessi skemmtun færst yfir í að vera bæjarblót Norðfirðinga.

Landinn leit inn á Kommablótið í Neskaupstað.