Kólnandi veður eftir helgi

24.01.2016 - 07:28
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink  -  Ruv.is
Búast má við sunnanhvassviðri þegar líður á daginn en minnkandi vindi framan af, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Fólk mun finna einna helst fyrir vindi á Suður- og Vesturlandi en hann verður á bilinu 8-15 metrar á sekúndu. Talsverð úrkoma fylgir en veður verður milt og að mestu þurrt norðan- og austanlands.

Á mánudag verður áfram suðlæg átt en kólnandi. Því má búast við éljum þegar líður á. Lægðin Jónas sem hefur valdið usla í Bandaríkjunum síðustu tvo daga heldur áfram austur en hefur þó lítil áhrif hér. Lægðin stefnir til Bretlands á þriðjudag og þaðan til Noregs.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Jónsson
Fréttastofa RÚV