Kolbeinn skoraði í sigri Nantes (myndskeið)

10.02.2016 - 20:49
Mynd með færslu
 Mynd: Knattspyrnusamband Íslands
Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigurþórsson var á skotskónum í sigri Nantes gegn Bordeaux í 16-liða úrslitum frönsku bikarkeppninni í kvöld, 3-4. Kolbeinn skoraði á 66. mínútu og jafnaði leikinn í 2-2 en hann var einn fyrir opnu marki eftir laglegan undirbúning og mistök í vörn Bordeaux.

Staðan eftir hefðbundinn leiktíma var 2-2 og því var að framlengja leikinn. Þar höfðu Kolbeinn og félagar í Nantes betur og eru komnir í 8-liða úrslit.

Kolbeinn var tekinn af velli á 102. mínútu en hann hefur glímt við veikindi að undanförnu en er greinilega að nálgast sitt besta form á ný.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður