Kjósa þarf aftur í Kenía

01.09.2017 - 09:23
epa06167364 Kenya's Supreme Court judges (L-R) Njoki Ndungu, Jackton Ojwang, Deputy Chief Justice Philomena Mwilu, Chief Justice David Maraga, Muhamed Ibrahim, Smokin Wanjala and Isaac Lenaola look on during the proceedings of a pre-trial session on
Dómarar við hæstarétt Kenía.  Mynd: EPA-EFE  -  EPA
Hæstiréttur Kenía hefur lýst ógild úrslit forsetakosninganna í landinu í nýliðnum mánuði og fyrirskipað að kosningarnar skuli endurteknar innan tveggja mánaða.

David Maraga, forseti hæstaréttar, greindi frá þessari niðurstöðu í morgun og sagði að framkvæmd kosninganna hefði ekki samræmst stjórnarskrá.

Eftir kosningarnar lýsti yfirkjörstjórn því yfir að Uhuru Kenyatta hefði verið endurkjörinn forseti landsins.

Keppinautur hans Raila Odinga viðurkenndi ekki úrslitin. Hann staðhæfði að brotist hefði verið inn í tölvukerfi kjörstjórnar til að hagræða úrslitum og fór með málið til hæstaréttar.