Kjörinn forseti til bráðabirgða á Haítí

14.02.2016 - 10:06
epa05159339 Interim president candidate, Jocelerme Privert in the Parliament in Port-au-Prince, Haiti, on 13 February 2016, while Haiti's new parliament votes to elect the interim president. The interim president will rule for up to 120 days
Jocelerme Privert á þingfundi í gær.  Mynd: EPA  -  EFE
Þingið á Haítí kaus í nótt Jocelerme Privert í embætti forseta landsins til bráðabirgða. Hann tekur við af Michel Martelly, sem lét af embætti fyrir viku. Ákveðið var að fresta forsetakosningum í landinu að sinni vegna þess að búist var við að þeim fylgdi ofbeldisalda.

Prívert er forseti haítíska þingsins og fyrrverandi innanríkisráðherra. Hann var valinn í annarri umferð eftir harðar deilur á þingfundi sem stóð fram á aðfaranótt laugardags og aftur í nótt. Ekki er gert ráð fyrir að Privert sitji lengur en 120 daga. Stefnt er að forsetakosningum 24. apríl og að hinn nýkjörni forseti sverji embættiseið 14. maí.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV