Kjaftasagan reyndist sönn

20.01.2016 - 19:57
Helga Þórarinsdóttir víóluleikari og tónlistarkona er fimmta í röðinni í hópi sex systkina. Sumarið 2010, þegar Helga var 55 ára, heyrði hún kjaftasögu um að hún væri ekki dóttir föður síns.

Helga gaf lítið fyrir það en ákvað þó að fara í blóðprufu með bræðrum sínum til að eyða þessari kjaftasögu. Niðurstöður hennar komu Helgu í opna skjöldu. Blóðprufan sýndi svo ekki varð um villst að hún var hálfsystir bræðra sinna.

Frá þeim tíma tók við dómsmál sem varð til þess að áratuga gamalt fordæmi Hæstaréttar breyttist. Hún fékk þannig aðgang að lífsýni úr manninum sem sagan hermdi að væri blóðfaðir hennar, gegn vilja afkomenda hans, en maðurinn sjálfur var látinn.   

 

Mynd með færslu
Helga Arnardóttir
Fréttastofa RÚV
Kastljós