Kínverskt njósnaskip nærri Ástralíu

22.07.2017 - 07:16
epa06100460 An F/A-18F Super Hornet approaches to land on-board the USS Ronald Reagan in the Coral Sea, some 650km off the coast from Brisbane, Queensland, Australia, 20 July 2017 (issued 21 July 2017). The Ronald Reagan nuclear-powered supercarrier is
 Mynd: EPA  -  AAP
Ástralski herinn varð var við kínversk njósnaskip undan ströndum Ástralíu, skammt frá sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna, Nýja-Sjálands og Ástralíu. Fréttastofan Reuters hefur eftir varnarmálaráðuneyti Ástralíu að skipið hafi séð undan norðausturströnd landsins í morgun.

Kínverska skipið er utan lögsögu Ástralíu en innan landhelgi landsins á Kóralhafi, að sögn ráðuneytisins. Heræfingarnar halda sínu striki þrátt fyrir njósnaskipið, enda virðir Ástralía rétt allra til þess að sigla á alþjóðahafsvæði í samræmi við alþjóðalög, segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Yfir 30 þúsund hermenn taka þátt í sameiginlegri heræfingu Bandaríkjanna og Eyjaálfuríkjanna. Gert er ráð fyrir að þeim ljúki fyrir mánaðamótin. Aukin umsvif Kínverja í Suður-Kínahafi hafa valdið spennu meðal nágrannaríkja og verið gagnrýnd bæði af Bandaríkjunum og Ástralíu. 
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV