Keyrðu ofan í Sporðöldulón

21.02.2016 - 16:39
Mynd með færslu
 Mynd: Helgi Seljan  -  Mynd
Þrír menn voru fluttir með þyrlu á Borgarspítalann í dag eftir að hafa keyrt út í Suporðöldulón. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var þyrla gæslunnar við æfingar skammt hjá þegar slysið varð.

Mennirnir eru ekki alvarlega slasaðir en þeir komust allir út úr bílnum. Ekki er vitað hvað olli óhappinu en mennirnir voru ásamt stærri hópi í jeppaferð þegar bíll þeirra hafnaði í lóninu. 

Þessi frétt hefur verið uppfærð, mennirnir keyrðu ofan í Sporðöldulón, ekki Sultartangalón.

Mynd með færslu
Guðmundur Björn Þorbjörnsson
Fréttastofa RÚV