Keppni á Evian mótinu frestað til morguns

14.09.2017 - 13:57
Mynd með færslu
 Mynd: Eiríkur Ingi Böðvarsson  -  RÚV
Ekki verður spilað meira á Evian golfmótinu í Frakklandi í dag vegna veðurs. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er meðal keppenda og átti rástíma kl. 11:09 að íslenskum tíma í dag. Aðeins nokkrir kylfingar hófu keppni snemma í morgun í Frakklandi, en vegna úrkomu og vinda þurfti að stöðva keppni.

Rástímum var sífellt seinkað og fyrst var útlit fyrir að Ólafía hæfi leik kl. 13 en áður en ákvað var að ekkert yrði spilað meira í dag stóð til að Ólafía færi út klukkan 17.

Nú hafa mótshaldarar hins vegar ákveðið að Evian mótið verði þrír hringir en ekki fjórir og mótið hefjist á morgun. Ólafía mun því hefja leik klukkan 11:09 að íslenskum tíma á morgun.

Mynd með færslu
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
íþróttafréttamaður